Það kemur kannski mörgum á óvart að heyra hver er launahæsti leikmaður enska stórliðsins Chelsea.
Það er meiðslapésinn Reece James sem hefur lítið náð að spila undanfarin ár en er fyrirliði Chelsea.
James fær 13 milljónir punda í árslaun fyrir sín störf hjá Chelsea en hann er uppalinn hjá félaginu og er öflugur er hann er heill.
Ben Chilwell er næst launahæsti leikmaður Chelsea en hann fær ekkert að spila í dag og er einnig mikið meiddur.
Sá þriðji í röðinni er miðvörðurinn Wesley Fofana sem fær nánast sömu laun og Chilwell eða 10,5 milljónir punda á ári.
Besti leikmaður Chelsea, Cole Palmer, fær 6,7 milljónir punda á ári og er því mun launalægri en varnarmennirnir þrír.