Cesc Fabregas, stjóri Como, hefur staðfest það að Dele Alli sé að æfa á æfingasvæði félagsins í dag.
Fabregas vonast til að hjálpa Alli að komast í gang á nýjan leik eftir mjög erfiða mánuði – hann var síðast á mála hjá Everton þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Alli er fyrrum undrabarn og var lykilmaður Tottenham um tíma en andleg og líkamlegar ástæður eru fyrir því að hann hefur lítið spilað undanfarin tvö ár eða svo.
Fabregas þekkir vel til Alli en staðfestir ekki að Como ætli að semja við leikmanninn.
,,Hann er að æfa með okkur í dag. Dele líður vel,“ sagði Fabregas um fyrrum enska landsliðsmanninn.
,,Hann er stórkostlegur leikmaður. Ef við getum hjálpað honum þá væri það meira en ánægjulegt. Eins og er þá er hann aðeins að æfa hjá okkur.“