Stjórn Tottenham er ekki búin að gefast upp á Ange Postecoglou sem ku vera undir mikilli pressu hjá félaginu.
Postecoglou hefur þó ekki endalausan tíma til að bjarga starfinu en gengi liðsins í vetur hefur verið afskaplega slakt.
Samkvæmt Daily Mail þá mun Postecoglou fá traustið í næstu leikjum en leikur liðsins við Liverpool mun skipta öllu máli.
Þar er verið að tala um undanúrslit enska deildabikarsins en leikið er heima og að heiman.
Tottenham hefur aðeins unnið einn leik í síðustu sex deildarleikjum sínum og spilar gegn Wolves heima í dag klukkan 15:00.
Leikurinn sem skiptir þó öllu máli er gegn Liverpool en liðið spilar á heimavelli þann 8. janúar næstkomandi.