Mohamed Salah hefur staðfest það að hann sé langt frá því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool.
Salah staðfesti það í kvöld eftir leik liðsins við West Ham þar sem hann skoraði og lagði upp tvö mörk í 5-0 sigri.
Egyptinn verður samningslaus næsta sumar og er orðaður við brottför og þá aðallega til Sádi Arabíu.
Salah segir að ekkert samkomulag sé að nálgast og er framhaldið óljóst.
,,Við erum langt frá því. Ég vil ekki koma með hluti í fjölmiðla svo fólk geti byrjað að tala,“ sagði Salah.
,,Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna deildina með Liverpool.“