fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
433Sport

Rifja upp áfallið á Hlíðarenda – Sögusagnir um sláandi mun á eyðslu í samanburði við andstæðinginn

433
Sunnudaginn 29. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið var gert upp í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Það var farið um víðan völl í þættinum og meðal annars rætt um tímabilið í Bestu deild kvenna. Þar vann Breiðablik eftir jafntefli í hreinum úrslitaleik gegn Val á Hlíðarenda.

„Þetta þótti áfall á Hlíðarenda, að missa af þessum titli,“ sagði Helgi í þættinum, en Valsarar hafa lagt mikið í kvennalið sitt.

video
play-sharp-fill

„Þetta verður til þess að Valsmenn hrista hressilega upp í hlutunum í kvennaboltanum og láta þjálfarana fara. Mér er sagt af fróðari mönnum að lið Breiðabliks hafi kostað svona einn þriðja af því sem Valsliðið kostaði,“ sagði Hörður þá.

Ríkharð segir það hafa reynst Val of dýrt að missa lykilkonuna Amöndu Andradóttur til Hollands á miðju sumri.

„Hún spilaði tíu leiki í deildinni fyrir Val í sumar og þeir unnust allir þægilega. Hún fer og Blikar fá Samönthu (Smith, sem sló í gegn). Það breyttist bara allt. Alla úrslitakeppnina voru Valsarar að ströggla, vinna leikina með einu marki á meðan Blikar voru að pakka leikjunum sínum saman.“

Það er alltaf umræða um hvort önnur lið á Íslandi geti nálgast Breiðablik og Val í bráð en það virðist ætla að verða erfitt. Munurinn frá öðru í þriðja sæti í ár var 24 stig.

„Það er bara ekkert að fara að gerast. Við getum gleymt því næstu árin,“ sagði Hörður um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Þekktur meðlimur Rússlandshers lést á vígvellinum í gær – Hlaut þungan dóm í haust

Þekktur meðlimur Rússlandshers lést á vígvellinum í gær – Hlaut þungan dóm í haust
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Lögregluaðgerð kom viðstöddum í opna skjöldu – Handtekinn í miðjum fótboltaleik

Sjáðu myndbandið: Lögregluaðgerð kom viðstöddum í opna skjöldu – Handtekinn í miðjum fótboltaleik
433Sport
Í gær

Sævar Atli orðaður við Þýskaland

Sævar Atli orðaður við Þýskaland
433Sport
Í gær

Jökull lenti í afar óhugnanlegu atviki – „Veit ekki hvort þú verðir góður eftir sex vikur eða sért að fara að deyja í næstu viku“

Jökull lenti í afar óhugnanlegu atviki – „Veit ekki hvort þú verðir góður eftir sex vikur eða sért að fara að deyja í næstu viku“
Hide picture