Kyle Walker er enn og aftur á forsíðum götublaða Englands en hann er leikmaður Manchester City.
Einkalíf Walker hefur verið í umræðunni í langan tíma en hann var giftur konu að nafni Annie Kilner.
Kilner og Walker ákváðu að skilja fyrr á þessu ári eftir að sá síðarnefndi hafði haldið framhjá í nokkur skipti.
Walker hélt allavega tvívegis framhjá með konu sem ber nafnið Lauryn Goodman og eignuðust þau tvö börn saman.
Walker sýndi þeim tveimur börnum litla ást um jólin samkvæmt enskum miðlum og fengu þau enga gjöf frá föður sínum.
Um er að ræða moldríkan knattspyrnumann en hann á einnig börn með Kilner og eyddi jólunum með þeim þetta árið.
Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Walker sýnir börnum sínum litla athygli en hann var ekki með þeim á afmæli þeirra fyrr á árinu.
Lauryn er sögð vera miður sín yfir hegðun Walker og telur að hann sýni sumum börnunum meiri ást en öðrum.