Ofurtölvan hefur spáð í spilin fyrir Manchester United og býst við því að liðið hafni í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.
United er í dag í 14. sætinu með aðeins 22 stig eftir 18 leiki og er útlitið alls ekki bjart fyrir stórliðið.
Ofurtölvan sem er í boði Opta telur að gengið muni batna aðeins á næstunni en að United hafni í 12. sætinu í lok tímabils.
United hefur tapað fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum og spilar næst við Newcastle á morgun.
Ef gengið fer ekki að batna þá er möguleiki á að þetta goðsagnarkennda félag blandi sér í fallbaráttuna á komandi vikum.