Rasmus Hojlund, leikmaður Manchester United, svaraði stuðningsmanni liðsins á Instagram síðu sinni í gær.
Svar Hojlund hefur vakið athygli en þessi ónefndi maður gagnrýndi danska landsliðsframherjann og hans frammistöðu.
Þessi maður sagði að það þyrfti í raun að handtaka Erik ten Hag, fyrrum stjóra liðsins, fyrir að kaupa leikmanninn til félagsins.
,,Læsið hann inni og hendið lyklinum,“ skrifaði maðurinn á meðal annars og náði athygli Hojlund.
Daninn svaraði: ,,Sæll, skilaboðin þín voru ansi truflandi vinur. Þú hefur rétt á þinni skoðun en hættu að tala um hluti sem þú þekkir ekki. Það er allt saman.“
Hojlund fær reglulega að spila fyrir United en hann hefur skorað 23 mörk í 64 leikjum hingað til í fremstu víglínu.
My mate posted about Rasmus and got sent this ffs🤣 pic.twitter.com/klOo6LMReJ
— utd (@utd8iiii) December 28, 2024