West Bromwich Albion er talið vera að horfa til Liverpool í leit að arftaka Carlos Corberan.
Corberan ákvað að yfirgefa West Brom í vikunni en hann hefur verið ráðinn stjóri Valencia í efstu deild á Spáni.
Samkvæmt enskum miðlum hefur West Brom áhuga á John Heitinga en um er að ræða fyrrum leikmann Everton.
Heitinga þykir vera nokkuð efnilegur þjálfari en hann hefur verið í þjálfarateymi Arne Slot hjá Liverpool í vetur.
Hvort Heitinga sé til í að taka skrefið er óljóst en Liverpool hefur gengið gríðarlega vel í vetur og er með góða forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Heitinga er 41 árs gamall en hann hefur litla reynslu af því að þjálfa aðallið fyrir utan nokkra mánuði hjá Ajax í fyrra.