Jason Daði Svanþórsson komst á blað í dag er Grimsby bætti Port Vale í fjórðu efstu deild Englands.
Jason kom inná sem varamaður í þessum leik en hann kom boltanum í netið í blálokin.
Vængmaðurinn skoraði á 92. mínútu en hann hafði verið inná vellinum í rúmlega hálftíma.
Grimsby er í fimmta sæti deildarinnar og er með 37 stig eins og fjögur önnur lið fyrir ofan.
Willum Þór Willumsson spilaði með liði Birmingham sem gerði jafntefli við Blackpool í þriðju eild.
Willum lék allan leikinn í markalausu jafntefli en liðið er enn á toppnum með 49 stig.
Guðlaugur Victor Pálsson var þá ónotaður varamaður hjá Plymouth sem tapaði 2-0 gegn Oxford í næst efstu deild.