Fabio Cannavaro hefur tekið ansi athyglisvert skref á sínum þjálfaraferli en hann er mættur til Króatíu.
Cannavaro var frábær leikmaður á sínum tíma en hann er þekktastur fyrir tíma sinn á Ítalíu hjá Parma, Inter Milan, Napoli og Juventus.
Cannavaro lék einnig fyrir Real Madrid á Spáni og spilaði 136 leiki fyrir ítalska landsliðið á ferlinum.
Þessi 51 árs gamli stjóri er mættur til Króatíu og tekur við Dinamo Zagreb eftir stutt stopp hjá Udinese fyrr á árinu.
Cannavaro hefur átt litríkan þjálfaraferil en hann hefur stoppað í heimalandinu ásamt því að starfa í Kína og í Sádi Arabíu.