Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur mikinn áhuga á að starfa fyrir félagið eftir að ferlinum lýkur.
Cazorla er fertugur í dag en hann hefur átt mjög farsælan feril og lék lengi vel með enska stórliðinu.
Cazorla var gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna Arsenal en meiðsli settu strik í reikning hans hjá félaginu.
Spánverjinn er í dag hjá Real Oviedo í næst efstu deild Spánar en samningi hans lýkur næsta sumar.
,,Já, af hverju ekki? Arsenal er mitt heimili. Ég elska félagið og fólkið svo við sjáum hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Cazorla.
,,Ég veit ekki hvaða starf ég gæti tekið að mér en ég myndi vilja að það væri tengt fótboltanum því það er það sem ég elska.“