Utandeildarlið Tamworth FC hefur fengið mikla gagnrýni fyrir það að hækka miðaverðið á næsta leik liðsins gegn Tottenham í FA bikarnum.
Tamworth er eina utandeildarliðið í þriðju umferð bikarsins en völlur félagsins tekur tæplega fimm þúsund manns.
Venjulega rukkar félagið 20 pund á leiki fyrir fullorðna og þá fá börn undir tíu ára aldri frían aðgang.
Tamworth er í dag að rukka stuðningsmenn sína 42 pund fyrir miða á leikinn gegn Tottenham og krakkar undir tíu ára aldri þurfa að borga 29 pund.
Margir hafa gagnrýnt þessa ákvörðun félagsins sem ætlar að nýta sér það að stórlið sé að koma í heimsókn á þeirra heimavöll.