West Ham 0 – 5 Liverpool
0-1 Luis Diaz(’30)
0-2 Cody Gakpo(’40)
0-3 Mo Salah(’44)
0-4 Trent Alexander Arnold(’54)
0-5 Diogo Jota(’84)
Liverpool var gríðarlega sannfærandi í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið spilaði við West Ham á útivelli.
Mohamed Salah átti flottan leik fyrir gestina en hann lagði upp tvö mörk og skoraði þá eitt.
Salah fékk færi til að bæta við enn fleiri mörkum í leiknum en Liverpool skoraði að lokum fimm mörk og var sigurinn aldrei í hættu.
Liverpool virkar óstöðvandi í deildinni þessa dagana og er með átta stiga forskot í toppsætinu.
Liverpool hefur einnig skorað langflest mörkin á þessum tímapunkti eða 47 í 18 leikjum.