Liverpool getur styrkt stöðu sína verulega á toppi deildarinnar í dag er liðið mætir West Ham á útivelli.
Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu og mætir West Ham sem hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum.
Hér má sjá byrjunarliðin í London.
West Ham: Areola, Wan-Bissaka, Coufal, Kilman, Mavropanos, Emerson; Alvarez, Soler; Paqueta, Bowen, Kudus.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Gravenberch, Mac Allister, Jones; Salah, Diaz, Gakpo.