Bukayo Saka verður frá næstu tvo eða þrjá mánuðina vegna meiðsla en hann er á mála hjá liði Arsenal.
Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leikmann Arsenal sem er að glíma við meiðsli aftan í læri.
Saka hefur nú birt mynd af sér eftir aðgerð og segist ætla að snúa aftur á völlinn sterkari en áður.
Um er að ræða einn allra mikilvægasta leikmann Arsenal sem gerir sér vonir um enska deildarmeistaratitilinn í vetur.
Saka hefur átt mjög gott tímabil með Arsenal og þarf félagið svo sannarlega á hans kröftum að halda.
View this post on Instagram