Sergio Ramos er enn með þann draum að snúa aftur til Real Madrid þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall.
Frá þessu greinir spænski miðillinn AS en Ramos er án félags þessa stundina eftir að hafa yfirgefið Sevilla.
Ramos fór frá Sevilla eftir síðasta tímabil og hefur fengið tilboð frá liðum í bæði Tyrklandi og Sádi Arabíu.
Nokkrir varnarmenn Real eru að glíma við meiðsli þessa stundina en nefna má David Alaba, Eder Militao og Dani Carvajal.
Ramos vonast til að fá símtal frá sínu fyrrum félagi en það er þó talið ólíklegt að Real muni leitast eftir hans kröftum.