Juventus hefur hafnað því að fá enska sóknarmanninn Marcus Rashford frá stórliði Manchester United.
Frá þessu greina ensk götublöð en Rashford er talinn vera á förum frá United í janúarglugganum.
Rashford er í leit að nýrri áskorun og er talið að hann muni reyna fyrir sér í nýju landi sem er ekki England.
Einnig er tekið fram að Juventus hafi áhuga á öðrum leikmanni United en það er Joshua Zirkzee.
Zirkzee kom aðeins til United í sumar en hefur heillað fáa með spilamennsku sinni hingað til.