Manchester United er búið að bjóða í bakvörðinn Nuno Mendes en frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrice Hawkins.
Hawkins vinnur fyrir RMC Sport en samkvæmt hans heimildum er Mendes efstur á óskalista United í janúar.
Mendes er ósáttur hjá Paris Saint-Germain í dag og ku hafa áhuga á því að reyna fyrir sér hjá United.
Um er að ræða öflugan vinstri og vængbakvbörð en Luke Shaw og Tyrell Malacia eru á mála hjá United og eru oft að glíma við meiðsli.
Samningur Mendes rennur út árið 2026 og hefur hann ekki viljað skrifa undir framlengingu við franska stórliðið.