Paul Pogba hefur haldið sér í virkilega góðu formi undanfarna mánuði þrátt fyrir að hafa verið í banni frá fótbolta.
Pogba hefur ekkert spilað í langan tíma en hann var dæmdur í langt bann fyrir steranotkun.
Frakkinn yfirgaf lið Juventus fyrir nokkru síðan og er nú að leita sér að nýju félagi fyrir 2025.
Pogba má spila fótbolta á nýjan leik í mars en hann er mikið orðaður við lið á Ítalíu, Frakklandi og í Sádi Arabíu.
Ný mynd af Pogba í ræktinni birtist í gær þar sem má sjá að miðjumaðurinn er í toppstandi og hefur ekki gleymt sér í fríinu.
Myndina má sjá hér.