Cristiano Ronaldo hefur nánast staðfest það að hann ætli sér að eignast knattspyrnufélag eftir að ferlinum lýkur.
Ronaldo hefur þénað marga milljarða á sínum ferli sem knattspyrnumaður og spilar í dag í Sádi Arabíu.
Ronaldo staðfesti einnig að hann muni ekki þjálfa í framtíðinni en áhugi hans fyrir því virðist vera mjög takmarkaður.
Portúgalinn vill þó halda tengingu vil fótboltann og er að skoða einhver félög sem hann gæti fest kaup á.
,,Ég er enginn þjálfari og mun aldrei verða þjálfari. Forseti félags? Nei. Kannski mun ég eignast félag,“ sagði Ronaldo.
,,Ég býst við að það gerist, við sjáum til. Þetta snýst um rétta tækifærið. Er ég með eitthvað í huga? Ekki ennþá, kannski nokkur.“