Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, er búinn í aðgerð og mun missa af nokkrum mánuðum af þessu tímabili.
Frá þessu greina enskir miðlar en Saka meiddist nýlega og var ljóst að hann yrði ekki klár í einhvern tíma.
Samkvæmt nýjustu fregnum verður Saka frá þar til í lok febrúar eða byrjun mars sem er mikill skellur fyrir Arsenal.
Arsenal lyfti sér í annað sæti úrvalsdeildarinnar í gær án Saka en liðið vann Ipswich 1-0 á heimavelli.