fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
433Sport

Ronaldo kemur Amorim til varnar – Hefur sagt það sama margoft

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. desember 2024 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur komið landa sínum Ruben Amorim til varnar en sá síðarnefndi er stjóri Manchester United í dag.

Ronaldo er fyrrum leikmaður United og þekkir félagið vel en Amorim hefur ekki byrjað of vel eftir að hafa tekið við í nóvember.

Ronaldo segir að það sé ekki alltaf lausnin fyrir United að breyta um þjálfara og að stærri vandamál séu til staðar innan félagsins.

,,Enska úrvalsdeildin er erfiðasta deild í heimi. Öll lið eru góð, öll lið berjast, öll lið hlaupa og öll lið eru sterk. Fótboltinn er á öðrum stað í dag. Það eru engir auðveldir leikir lengur,“ sagði Ronaldo.

,,Ég sagði þetta fyrir ári síðan en vandamálið eru ekki þjálfararnir. Þetta er eins og fiskabúr. Ef þú ert með veikan fisk í fiskabúri þá tekurðu hann út og lagar vandamálið – ef þú setur hann inn í sama búr þá veikist hann aftur.“

,,Vandamálið hjá Manchester United er það sama og áður. Þetta er ekki alltaf þjálfarinn, þetta er meira en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal í annað sætið

England: Arsenal í annað sætið
433Sport
Í gær

Hákon spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild

Hákon spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild
433Sport
Í gær

Þrír koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari

Þrír koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari
433Sport
Í gær

Lampard gæti hafa kostað Rooney starfið

Lampard gæti hafa kostað Rooney starfið