Manchester City gæti verið að missa enn einn efnilega leikmanninn úr sínum röðum ef marka má Telegraph.
Leikmenn eins og Liam Delap og Cole Palmer hafa yfirgefið City á síðustu árum og gert mjög góða hluti annars staðar.
Nú er greint frá því að James McAtee gæti verið á förum frá City en um er að ræða 22 ára gamlan miðjumann.
Hann er talinn ósáttur með tækifærin á þessu tímabili og er opinn fyrir því að semja við annað félag í janúar.
Fjölmörg lið eru talin horfa til leikmannsins bæði í ensku úrvalsdeildinni og einnig lið eins og Leverkusen, Dortmund og RB Leipzig í Þýskalandi.
Þrátt fyrir meiðsli stjarna City á tímabilinu hefur McAtee lítið fengið að spila og er virkilega ósáttur með stöðu sína innan félagsins.