Cole Palmer, stjarna Chelsea, ítrekar það að félagið sé ekki í titilbaráttu eftir leik við Fulham sem fór fram í vikunni.
Chelsea tapaði 2-1 gegn Fulham á heimavelli en Palmer kom liðin í 1-0 áður en gestirnir komu til baka.
Chelsea situr í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir Liverpool sem vann Leicester sama kvöld, 3-1.
,,Við vitum að við munum ekki vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Palmer við Amazon Prime.
,,Við höldum áfram. Við höfum allir sagt það að við erum ekki í titilbaráttu. Stjórinn hefur notað þetta sem tækifæri til að læra og við gerum það.“
,,Svona er fótboltinn og slíkir hlutir geta gerst. Við misstum stjórnina í 20 mínútur og þeir skoruðu tvö mörk, svo vel gert Fulham.“