Wilfried Zaha gæti yfirgefið franska liðið Lyon í janúar og er áhugi vestan hafs. Daily Mail fjallar um þetta.
Hinn 32 ára gamli Zaha gekk í raðir Lyon í sumar á láni frá Galatasaray en hann hefur langt frá því slegið í gegn í Frakklandi og gæti farið svo að lánssamningnum væri rift.
Þrjú félög í MLS-deildinni vestan hafs hafa áhuga á Zaha og gætu þau einnig gengið að háum launakröfum hans.
Zaha sló í gegn hjá Crystal Palace um árabil en fór yfir til Tyrklands sumarið 2023.