Það eru þrír sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari karla hjá KSÍ en þetta kemur fram í kvöld.
Vísir greinir frá en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, fékk leyfi til að ræða við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings.
Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, staðfesti þær fregnir í samtali við fréttamiðilinn.
Ein erlendur þjálfari kemur til greina en hann er ekki nafngreindur að svo stöddu.
Fótbolti.net segir þá að Freyr Alexandersson sé á þessum þriggja manna lista en hann er án starfs í dag.
Freyr var nýlega látinn fara frá Kortrijk í Belgíu en hann þekkir það vel að vinna með landsliðinu.