Arne Slot segir að lykilmennirnir Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk ræði reglulega við félagið, en allir eru þeir að verða samningslausir í lok tímabilsins.
Stuðningsmönnum Liverpool hryllir við tilhugsuninni um að missa alla þessa lykilmenn frítt næsta sumar, en fyrstnefndi leikmaðurinn er til að mynda að eiga sitt besta tímabil á ferlinum.
„Þeir eru í reglulegum samskiptum við félagið svo við þurfum að bíða og sjá hvað gerist,“ segir Slot.
„Svo lengi sem þeir spila eins og þeir hafa verið að spila undanfarið verð ég að segja að ég er mjög ánægður með þá.“
Liverpool vann 3-1 sigur á Leicester í gær og er með 7 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.