Starf Wayne Rooney er í enn frekari hættu eftir stórt tap Plymouth gegn Coventry um helgina. The Sun segir frá.
4-0 tap gegn Coventry skilur lærisveina Rooney eftir á botni ensku B-deildarinnar, en liðið hefur ekki unnið í átta leikjum í röð.
Stuðningsmenn Plymouth vilja Rooney margir hverjir burt og er hann samkvæmt fréttum á barmi þess að vera rekinn og berst því fyrir að halda starfi sínu.
Liðið á þrjá leiki með skömmu millibili gegn Oxford, Bristol og Stoke á næstu dögum og það er spurning hvort Rooney fái tækifæri til að snúa gengingu við í þessum leikjum.