Unai Emery, stjóri Aston Villa, var að vonum ósattur við dómarann Anthony Taylor eftir tap gegn Newcastle í gær.
Newcastle vann leikinn 3-0 en í stöðunni 1-0 í fyrri hálfleik fékk Jhon Duran í liði Villa rautt spjald fyrir að stíga aftan á Fabian Schar.
Dómurinn þykir umdeildur og vilja einhverjir meina að Duran hafi óvart stigið aftan á Schar.
„Ég mun alltaf styðja VAR en við þurfum að nota það. Dómarinn er sá eini á vellinum sem getur tekið sér tíma til að taka ákvörðun um það sem er svo mikilvægt,“ sagði Emery um atvikið, sem sjá má hér að neðan.
Game has absolutely gone if this is a red for Jhon Duran 🤯 pic.twitter.com/R9f16iBBuF
— MazUTD (@UnitedMazraoui) December 26, 2024