Jhon Duran er nafn sem margir eru farnir að kannast við en um er að ræða ungan leikmann Aston Villa.
Duran fékk að líta beint rautt spjald í gær er Villa mætti liði Newcastle og tapaði þar 3-0 á útivelli.
Duran fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik en hann missti hausinn eftir þá ákvörðun og sparkaði harkalega í vatnsbrúsa.
Möguleiki er á að Duran fari í enn lengra bann fyrir þessa hegðun en það verður að koma í ljós á næstu dögum.
Sóknarmaðurinn var alls ekki ánægður með þá ákvörðun dómarans að senda sig af velli og tók reiðin svo sannarlega yfir.
Myndband af þessu má sjá hér.
Jhon Duran was not happy about being sent off against Newcastle. 😬 #NEWAVL pic.twitter.com/Ze8dB4rup6
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) December 26, 2024