Það er ekki lengur markmið Manchester City að vinna ensku úrvalsdeildina að sögn varnarmannsins Manuel Akanji.
Akanji og hans menn gerðu 1-1 jafntefli við Everton í gær og eru í raun alltof langt frá toppliði Liverpool.
Akanji viðurkennir að titilbaráttan sé ekki möguleiki fyrir City og að leikmenn liðsins séu að horfa í allt annað í dag.
City er með 28 stig eftir 18 leiki en Liverpool er á toppnum með heil 42 og á leik til góða.
,,Tímabilið er ekki búið en það er ekki markmiðið okkar að vinna deildina. Við þurfum bara að horfa á næsta leik gegn Leicester,“ sagði Akanji.
,,Við þurfum að reyna að horfa á jákvæðu hlutina. Við gerðum margt gott, vörðumst vel og sóttum vel en við gátum ekki klárað keikinn.“