Það eru góðar líkur á að knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney sé að missa vinnuna hjá liði Plymouth á Englandi.
Rooney tók við Plymouth í sumar og hefur undanfarnar vikur verið undir pressu og virðist ekki ná til leikmanna liðsins.
Rooney og hans menn töpuðu 4-0 gegn Coventry í gær en það lið er þjálfað af fyrrum liðsfélaga Rooney, Frank Lampard.
Talið er að stjórn Plymouth sé að missa þolinmæðina gagnvart ensku goðsögninni en Plymouth er í neðsta sæti deildarinnar.
Liðið hefur fengið á sig langflest mörk hingað til eða 49 talsins í aðeins 22 leikjum.