Árið var gert upp í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.
Að sjálfsögðu var rætt um Evrópuævintýri Víkings, en liðið er komið útsláttarkeppni Sambansdeildarinnar eftir frábæran árangur í deildarkeppninni.
Tímabilið er ansi langt og strangt hjá Víkingi en það er auðvitað spilað yfir sumarið hér heima. Kristján telur þó að menn séu meira en til í að færa fórnir til að fá leiki eins og gegn Panathinaikos eftir áramót.
„Þá eru menn alveg til í að fórna einu kvöldi á Auto eða hvað sem þetta rusl heitir niðri í bæ,“ sagði hann léttur í bragði.
Hörður tók þá til máls.
„Leikmenn hugga sig við myndarlegar bónusgreiðslur eins og Blikar í fyrra. Gjaldkerinn brosir. En við skulum ekki gleyma að Víkingar spenntu bogann hressilega og hefðu þeir ekki farið í síðustu umferðina hefði tímabilið verið stór mínus.“
Umræðan í heild er í spilaranum.