Áramótabomba Íþróttavikunnar er kominn út og eru gestirnir alls ekki af verri endanum.
Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is en áramótabomban er viðhafnarútgáfa þar sem farið er yfir allt það helsta sem gerðist á árinu í fótbolta, handbolta og körfubolta.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson hafa umsjón með þættinum að þessu sinni og með þeim eru Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson.
Það má horfa á þáttinn í spilaranum eða hlusta á helstu hlaðvarpsveitum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar og Happy Hydrate