Tottenham hefur ekki spilað eins illa í ensku úrvalsdeildinni síðan 2008 eftir tap gegn Nottingham Forest í gær.
Tottenham er ekki á sínum besta stað þessa stundina en liðið tapaði 1-0 gegn Forest með marki frá Anthony Elanga.
Lundúnarliðið hefur aldrei verið neðar í ‘hálfleik’ í ensku úrvalsdeildinni síðan 2008 sem er í raun sturluð staðreynd.
Þá er talað um leiki liðsins fyrir áramót en Tottenham situr í 11. sæti deildarinnar og er með 23 stig eftir 18 leiki.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, ku vera undir ansi mikilli pressu en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deild.