Færsla Fulham á TikTok eftir sigur á Chelsea í gær hefur vakið mikla athygli.
Fulham vann óvæntan 1-2 sigur. Cole Palmer kom Chelsea yfir snemma leiks en gestirnir sneru taflinu við með mörkum Harry Wolson og Rodrigo Muniz, en mark þess síðarnefnda kom í blálokin.
Fulham ákvað að gera grín að Tosin Adarabioyo eftir leik, en hann gekk í raðir Chelsea frá Fulham í sumar.
Birti félagið til að mynda ummæli hans frá því í sumar og mynd af mistökum varnarmannsins í leiknum.
Hér að neðan má sjá myndasyrpuna sem Fulham birti eftir sigurinn í gær.