The Upshot rifjar nú upp efirminnileg augnablik frá árinu sem er að líða, en síðan tekur aðallega fyrir skrautlegar fréttir af íþróttamönnum utan vallar.
Knattspyrnumaðurinn Neymar, sem spilar fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu, bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn sínir og ekki heldur þegar dóttir hans fagnar afmæli sínu. Héldu hann og fjölskyldan upp á sex mánaða afmæli hennar í vor.
Á meðan það er verið að syngja fyrir stelpuna sást Neymar kíkja í síma sinn þar sem hann er að spila póker á netinu. Urðu margir hissa og frekar reiðir yfir þessu.
Neymar er mikill áhugamaður um póker og virðist eyða löngum stundum í það að spila á netinu.
Þessi frábæri knattspyrnumaður frá Brasilíu hefur átt magnaðan feril en hann lék með Barcelona og PSG áður en hann elti seðlana til Sádí Arabíu fyrir um einu og hálfu ári síðan.
Myndband af athæfinu umrædda er hér að neðan.
this guy neymar is absolutely finished
bro is gambling on poker in the middle of his daughters birthday 😭😭😭😭 pic.twitter.com/3bQ3MWrIty
— 🐢 (@kykyszn) April 11, 2024