Arsenal hefur áhuga á Matheus Cunha, sóknarmanni Wolves sem hefur slegið í gegn undanfarið.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill styrkja framlínu sína, en nokkuð er um meiðsli sem stendur. Bukayo Saka gæti misst af allt að 15 leikjum og þá verður Raheem Sterling einnig frá í einhvern tíma.
Telegraph segir Arsenal horfa til Cunha, sem getur leyst flestar stöður framarlega á vellinum.
Það er þó ekki aðeins vegna meiðsla sem Arsenal horfir til Cunha, en fréttir segja jafnframt að félagið hafi fylgst með honum í töluverðan tíma.
Cunha hefur slegið í gegn með Wolves á leiktíðinni og er kominn með tíu mörk. Liðið er hins vegar í fallbaráttu og vill alls ekki missa hann.
Brasilíumaðurinn gekk í raðir Wolves fyrir tveimur árm síðan frá Atletico Madrid. Á hann tvö og hálft ár eftir af samningi sínum.