Ruben Amorim, stjóri Manchester United, sá sína menn tapa gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Amorim hefur byrjað ansi illa sem stjóri United en hann tók við keflinu þann 11. nóvember.
Það vakti athygli eftir leik að Amorim hafi rætt við helstu stjörnu Wolves, sóknarmanninn Matheus Cunha.
Cunha er eftirsóttur af nokkrum stórliðum í Evrópu og gæti vel verið á förum frá þeim appelsínugulu 2025.
Hvað var sagt er óljóst en mynd af þessu má sjá hér.
Rúben Amorim and Cunha at full time. 🫂 pic.twitter.com/VR64nZmqM4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 26, 2024