Arsenal 1 – 0 Ipswich
1-0 Kai Havertz(’23
Arsenal er komið í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leik gegn Ipswich í kvöld.
Arsenal var mun sterkari aðilinn í þessum leik en Kai Havertz kom liðinu yfir á 23. mínútu fyrri hálfleiks.
Það reyndist eina mark leiksins og er Arsenal nú með 36 stig í öðru sæti, sex stigum á eftir Liverpool.
Ipswich er enn í fallsæti og er þremur stigum frá öruggu sæti.