Stuðningsmenn Manchester United hjóluðu í markvörðinn Andre Onana eftir tap gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Wolves vann 2-0 sigur, en United var manni færra nær allan seinni hálfleikinn eftir að fyrirliðinn Bruno Fernandes fékk að líta rauða spjaldið.
Það var Matheus Cunha sem kom Wolves yfir með marki beint úr hornspyrnu, en þetta er annað slíka markið sem United var að fá á sig á um viku.
Það var þó Altay Bayindir sem stóð í rammanum er Tottenham skoraði beint úr hornspyrnu gegn United í deildabikarnum á dögunum.
„Ég á ekki til orð yfir Onana,“ skrifaði einn stuðningsmaður United. „Ömurlegt,“ skrifaði annar og fjöldinn allur tók undir.
United hefur fengið á sig tíu mörk úr föstum leikatriðum á leiktíðinni og átta þeirra hafa verið undir stjórn Ruben Amorim, sem tók við sem stjóri af Erik ten Hag og hefur verið með liðið í sjö leiki.