Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segist gera sér grein fyrir því hvað felst í starfinu. Byrjunin hefur verið erfið.
United er aðeins með tvo sigra í sjö úrvalsdeildarleikjum síðan Amorim tók við af Erik ten Hag. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalseildarinnar.
„Stjóra Manchester United getur aldrei liðið þægilega í starfi. Ég geri mér grein fyrir því í hvaða stöðu ég er. Ef við vinnum ekki eru störf allra stjóra í hættu,“ segir Amorim.
United tapaði 2-0 gegn Wolves í gær en þar áður var 0-3 tap á heimavelli gegn Bournemouth niðurstaðan.
„Öll einbeiting mín er á verkefninu sem framundan er. Erfiðir kaflar eru hluti af fótboltanum.“