Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er fluttur út og ætlar ekki að gera það sama og landi hans Jose Mourinho gerði á sínum tíma í Manchester.
Mourinho var þjálfari United á sínum tíma en hann var í 895 daga á Lowry hótelinu í borginni þar sem Amorim hefur verið undanfarinn mánuð.
Nú rúmlega mánuði eftir að hafa flutt inn er Amorim farinn annað og vill fá fjölskylduna með sér til landsins.
Amorim tók við United þann 11. nóvember síðastliðinn en gengið undanfarið hefur ekki verið stórkostlegt.
Amorim er þó að búa sig undir það að vera í Manchester í dágóðan tíma og hefur flutt inn í hús rétt fyrir utan borgina.
Ástæðan er talin vera fjölskylda Amorim sem var enn búsett í heimalandinu þar sem hann var áður þjálfari Sporting.