Emiliano Martinez, landsliðsmarkvörður Argentínu, viðurkennir að sumir leikmenn liðsins séu stressaðir í kringum goðsögnina Lionel Messi.
Messi er einn besti ef ekki besti leikmaður sögunnar og er afskaplega vel liðinn í heimalandinu.
Messi er 37 ára gamall í dag og er enn að gera flotta hluti en það getur verið ákveðin áskorun fyrir unga leikmenn að spila og æfa með sinni eigin fyrirmynd.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn, aðrir leikmenn þá mögulega já en ekki ég,“ sagði Martinez um stressið.
,,Við erum allir eins, ég grínast í öllum í liðinu. Hann er með orku sem enginn annar er með, hann er einhver sem þú lítur upp til.“
,,Hvað sem hann gerir, þú vilt gera það sama. Hann fer í ræktina, þú ferð í ræktina.Hann er með eitthvað sem enginn annar í fótboltanum hefur.“