fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Tók að sér mjög erfitt starf og fær hrós fyrir ákvörðunina – ,,Ég virði hann fyrir það“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 26. desember 2024 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rene Meulensteen, fyrrum þjálfari hjá Manchester United, hefur hrósað Wayne Rooney fyrir að taka að sér starfið hjá Plymouth.

Rooney ákvað að slá til og taka við Plymouth fyrr á þessu ári en þjálfaraferill hans hefur verið nokkuð skrautlegur hingað til.

Gengið hefur ekki verið of gott í vetur og er Rooney nú talinn vera ansi valtur í sessi í næst efstu deild Englands.

Meulensteen fór aðeins yfir feril Rooney sem þjálfari en hann hefur áður þjálfað tvö lið á Englandi með misgóðum árangri.

,,Derby var mjög erfitt verkefni miðað við aðstæður, félagið var í miklu veseni. Hann náði að halda þeim á yfirborðinu um tíma. Hann fór í MLS deildina sem er allt önnur áskorun – ég hef verið þar sjálfur,“ sagði Meulesnteen.

,,Það sem hélt aftur af honum var starfið hjá Birmingham. Liðið var að standa sig nokkuð vel og stuðningsmennirnir voru ánægðir með John Eustace.“

,,Wayne kemur inn því þeir breyttu um eigendur og vildi fá inn þekkt nafn. Þetta varð strax verra. Hann fékk tækifærið hjá Plymouth og sýndi hugrekki og ég virði hann fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einn sá umdeildasti segist fá ósanngjarna meðferð – Vill laga orðsporið

Einn sá umdeildasti segist fá ósanngjarna meðferð – Vill laga orðsporið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við