Jhon Duran, leikmaður Aston Villa, fékk að líta beint rautt spjald í dag gegn Newcastle.
Villa er í bobba þegar búið er að flauta til hálfleiks en heimaliðið í Newcastle er með forystuna, 1-0.
Duran var sendur í sturtu á 32. mínútu fyrir að stíga á Fabian Schar, varnarmann Newcastle.
Sumir vilja meina að dómurinn sé ekki réttur og að Duran hafi ekki reynt að meiða Schar en dæmi nú hver fyrir sig.
Red card – DURAN
Newcastle 1-0 Aston Villa (32 mins)pic.twitter.com/t3vXyNmGgE
— Football Xtra™ (@FootballXtra0) December 26, 2024