Cristiano Ronaldo vakti heldur betur athygli á Instagram síðu sinni í gær er hann birti myndband af sér í fríi með fjölskyldunni.
Ronaldo ákvað að skella sér í einhvers konar sundlaug í -20 gráðum en hann var einn í lauginni er myndbandið var tekið upp.
Portúgalanum hefur verið alveg skítkalt á þessum tímapunkti en hann fór upp úr lauginni og fór svo aftur ofan í.
Sonur Ronaldo var viðstaddur ásamt kærustu hans Georgina Rodriguez en laugin var við frostmark í hitastigi.
Myndband af þessu má sjá hér.
View this post on Instagram