Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að það sé allavega ein áskorun sem Pep Guardiola á eftir að taka á ferlinum.
Það er að taka við stórliði Real Madrid sem eru erkifjendur Barcelona sem er fyrrum félag spænsku goðsagnarinnar.
Guardiola hefur undanfarin átta ár þjálfað Manchester City og er óljóst hvað hann gerir næst á ferlinum.
Spánverjinn er talinn líklegur til að taka við landsliði en margir eru á því máli að stærsta starfið í boltanum sé hjá Real Madrid.
,,Pep hefur unnið allt sem er í boði en það félag sem hann hefur ekki þjálfað er Real Madrid og það er risastórt fyrir hvaða þjálfara sem er,“ sagði Hamann.
,,Hann kemur frá Barcelona, það er rétt og ég er ekki of viss um að hann vilji fara þangað komandi frá Katalóníu. Það er þó draumur hvers þjálfara að taka við Real Madrid.“