Það er langt í að Manchester United geti notað miðjumanninn Mason Mount sem er að glíma við meiðsli þessa stundina.
Þetta eru alls ekki fyrstu meiðsli Mount á Old Trafford en hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið ár eða svo.
Mount spilaði 14 mínútur í 2-1 sigri á Manchester City fyrr í mánuðinum og er útlit fyrir að hann spili ekki næstu þrjá mánuðina eða svo.
TalkSport segir að Mount verði mögulega leikfær einhvern tímann í mars sem er mikill skellur fyrir bæði hann og United.
Englendingurinn kom til United frá Chelsea sumarið 2023 og hefur síðan þá aðeins spilað 22 deildarleiki og skorað eitt mark.